• image 2
  • image 1
  • image 4
  • image 5
  • image 6
Print

Hrólfsstaðahellir

Í Hrólfsstaðahelli búum við Anna Björg Stefánsdóttir og Eiður E. Kristinsson. Við erum með ,hesta, kindur, hunda og ketti. Í haust opnuðum við Hellisbúann,kjötvinnslu þar sem við seljum lamba og hrossakjöt.  

Við  þjónustum ferðafólk með gistingu, beitar-og áningarhólfum, leiðsögn um nágrennið, járningar og fleira. 

Sunneva dóttir okkar er með BA í  ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og er hún ásamt manni sínum Sigurði með hestaferðir á sumrin hér í Hrólfsstaðahellir www.horsetravel.is
Eiður er með tamningarpróf frá FT.
Sigurður tengdasonur okkar vinnur með Eið og taka þeir hross í tamningu, þjálfun og sölu.

Margar fallegar reiðleiðir eru í nágrenni Hrólfsstaðahellis en sú vinsælasta er upp með Ytri Rangá í Réttarnes,
en þar eru réttir hlaðnar úr hraungrjóti sem réttað var í á árunum 1660-1979.

Erum á facebook : gistihúsið Hrólfsstaðahellir og Hellisbúinn kjötvinnsla